Prentun ķ rafbrynju įls

Hvernig virkar það?

Rafbrynjað ál hefur þann eiginleika að áður en það er þétt hægt er að prenta inn í álbrynjuna og loka svo litinn inn í yfirborðinu við þéttinguna sem tryggir frábæra endingu. Hingað til hefur Álverið ehf notast við silkiprentun við slíka prentun en gallinn við þá aðferð er að ljósmyndir verða grófar, þarf að prenta hvern lit sér og það þarf að prenta í þó nokkru magni (margar plötur eins) svo það standi undir kostnaði enda tekur undirbúningurinn fyrir silkiprentun talsverðan tíma. 

 

Loksins er komin önnur lausn og höfum við því keypt CMYK prentara sem er sérstaklega gerður til að prenta inn í álbrynjuna og opnar það ýmsa nýja möguleika. Td er núna hægt að prenta ljósmyndir í ljósmyndagæðum inn í brynjuna með frábæra endingu og tæringarþol, einnig er hægt að prenta sér einkenni á hvern hlut svo sem raðnúmer.

 

Prentflöturinn er A3+ (329 x 483 mm) og hæð hlutarins getur verið allt að 110 mm. Hámarksþyngd prentaða hlutsins er 30 kg

 

 

Prentdeildin er með síðu á facebook,

http://www.facebook.com/Alverid.prentdeild Endilega kíkið á hana og líkið við hana

 

Kostir prentun í rafbrynju áls:

Rafbrynjað ál ver myndina/prentunina gegn eftirtöldum hætti:

 - Vélrænum núningi / rispum

- Leysiefni svo sem: alcohol, aseton eða þynnir skemma hana ekki

- Sterk vatnsleysanleg efni hafa ekki áhrif á hana

- Þolir háan hita  (allt að 650 gráður á Celsíus)

- Veggjakrot: lítið mál að þurka af veggjakrot með þynni án þess að skemma verkið

Dæmi um notkun:

 - Serialnúmeraplötur á vélum

- Hágæða vara merkt með vöru- og fyrirtækjalógói

- Skiliti fyrir söfn

- Stjórn pallborða fyrir iðnaðarvélar

- Varanleg einkennismerki

 

Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá meiri upplýsingar.