Rafbrynjun

Rafbrynjun (anodization) er efnaferli sem umbreytir yfirborði áls yfir í áloxið. Álhlutir eru meðhöndlaðir með rafstraumi ofaní sýrubaði. Í náttúrulegu umhverfi oxast ál að vissu marki við súrefnismettun en eftir því sem oxiðlagið þykknar dregur úr myndun þess.


Rafbrynjun getur myndað allt að 400 sinnum þykkara oxiðlag en náttúran getur.

Við köllum Þetta oxiðlag “brynju” eða “álbrynju”

 

Rafbrynjun sameinar vísindi og náttúru við að mynda eina bestu málmvörn sem til er.

 

 

Eiginleikar rafbrynjunar.

 

Brynjulagið sem rafbrynjun myndar er ekki málmur heldur keramiklag sem er svo fastbundið undirliggjandi málminum að það getur ekki flagnað af nema það brotni. Harka þess er mikil,

næst við hliðina á demanti, enda efnið notað sem slípiefni í steina og bönd.

 

Venjuleg brynja myndast í tveimur áföngum.

 

  1. Fyrri áfanginn er uppbygging brynjulagsins. Þegar það hefur myndast einkennist það af mjög smáholóttu yfirborði og eftir þurrkun er það viðkomu líkt og gips. Blautur fingur loðir við vegna hárpípukrafts (mikil viðloðun).

     

  2. Seinni áfanginn er í flestum tilfellum þétting þar sem áloxið umbreytist að hluta til í álhydroxid og þá lokast holurnar og yfirborðið tekur á sig öndverðan eiginleika, lítil viðloðun.

 

 

Þessi tvískipting á ferlinu skapar ótrúlega fjölbreitt notkunarsvið.

Nú má nýta mikla viðloðun með málun því betri formeðferð fyrir málun á áli er ekki til.

Á sama hátt má baða hlutinn í sérstökum litarefnum sem hafa nægilega litlar kornastærðir og lita allan flötinn fyrir þéttingu og loka litarefnin þannig inni í brynjunni. Einnig prenta letur, mynstur og núna loksins hefur Álverið ehf. fyrst brynjunarfyrirtækja yfir að ráða xxxx prentara sem getur prentað inní brynjuna litmyndir með fullkomnum ljósmyndagæður og mjög hárri upplausn. Tæringarvörn má auka margfaldlega með því að baða hlutinn í sérstökum efnum fyrir þéttingu og einnig má breyta fletinum í sjálfsmyrjandi leguflöt með því að fylla holumynstrið með olíum en þá er seinni áfanganum, þéttingunni sleppt.

 

 

Rafbrynja má á margskonar hátt eftir því hvert markmiðið er.

Áhersla getur verið á litunarhæfni, tæringarvörn, hörku, þykkt og slitstyrk o.fl.

Í grófum dráttum skiptist rafbrynjun í tvo flokka, normalbrynjun og harðbrynjun, Báðir flokkarnir geta haft margar breytur.

Sérstaða harðbrynjunar er einkum mun þykkari og harðari brynja þar sem áhersla er lögð á hörku og slitstyrk umfram t.d útlit og litunarhæfni.

 

Álverið getur boðið upp á allar tegundir rafbrynjunar sem á annað borð eru framkvæmdar í brennisteinssýsu (sulphuric acid).