Framleišsla og žekking

Álverið  var stofnað 1989 og hefur sérhæft sig í rafbrynjun áls og smíði því tengdu.

 

 

 

Sigurður Hreinn Hilmarsson stofnaði fyrirtækið sem sérhæfir sig í að rafbrynja ál eftir að hafa verið að leita að haldbærri lausn við framleiðslu olíueyðslunema fyrir skip (Kanni sf - 1986). Komst hann að því að besta lausnin væri rafbrynjað ál en þar sem enginn bjó yfir þeirri þekkingu hér á Íslandi kynnti hann sér rafbrynjun/anodization. Eftir að hafa prófað sig áfram og lært rafbrynjun varð ekki aftur snúið.

 

Fyrirtækið ræður yfir sjálfvirkri og tölvustýrðri rafbrynjunarsamstæðu sem getur allar tegundir rafbrynjunar sem framkvæmdar eru í brennisteins sýru (sulphuric acid) Fyrirtækið býr einnig yfir tölvustýrðum smíðavélum. Hilmar Brjánn Sigurðsson, vélstjóri, er framleiðslustjóri fyrirtækisins.

 

Í janúar 2012 var keyptur sérstakur prentari sem getur prentað í rafbrynju áls sem tryggir hámarks endingu prentverksins og stofnuð var sér prentdeild innan fyrirtækisins og sér Leifur Gauti Sigurðsson um þá deild en hann hefur sérhæft sig í grafískri hönnun.

 

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sigurbjörn Svavarsson

 

Fyrirtækið skiptist í rafbrynjunardeild, smíðadeild og prentdeild.